Þingeysk sveitarfélög urðu fyrir valinu
Í dag voru niðurstöður forvals í samkeppni um "Rafrænt samfélag" tilkynntar. Alls bárust Byggðastofnun 13 umsóknir í forvali
samkeppninnar og valdi nefnd skipuð af iðnaðarráðherra verkefni fjögurra byggðarlaga til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni.
Ein af þeim fjórum umsóknum sem áfram komust var sameiginleg umsókn Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar. Hin
þrjú byggðalögin sem urðu fyrir valinu voru Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus
sem sóttu um saman.
Í dag voru niðurstöður forvals í samkeppni um "Rafrænt samfélag" tilkynntar. Alls bárust Byggðastofnun 13 umsóknir í forvali
samkeppninnar og valdi nefnd skipuð af iðnaðarráðherra verkefni fjögurra byggðarlaga til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni.
Ein af þeim fjórum umsóknum sem áfram komust var sameiginleg umsókn Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar. Hin
þrjú byggðalögin sem urðu fyrir valinu voru Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus
sem sóttu um saman.
Ofangreind fjögur byggðalög fá framlög sem þau skulu nýta til að ganga frá viðskiptaáætlunum, markmiðssetningum og
nánari útfærslum á þeim hugmyndum sem umsóknirnar byggja á.
Valnefnd mun á grundvelli þeirra gagna sem skilað verður inn í síðari áfanga samkeppninnar velja tvö til fjögur verkefni sem munu hljóta
framlög úr ríkissjóði á móti a.m.k. jöfnu eigin framlagi. Í heild mun ríkissjóður verja 30-40 milljónum króna
árlega í uppbyggingu rafrænna samfélaga á landsbyggðinni á næstu þremur árum. Lokaskil í samkeppninni um "Rafrænt
samfélag" er 5. júní 2003.
Það er alveg ljóst að umsókn þingeysku sveitarfélaganna hefur verið vel unnin og verður fróðlegt og gaman að fylgjast með lokavali keppninnar því ef svo færi að þau kæmust alla leið yrði það án efa mikil lyftistöng fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra.