Fara í efni

Þingeysku heilbrigðisverðlaunin

Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þann 29.nóvember 2007 voru Þingeysku heilbrigðisverðlaunin veitt geðræktarmiðstöðinni Setrinu. Þingeysku heilbrigðisverðlaunin eru veitt fyrir frumkvöðlastarf, uppfinningar eða vel heppnaða útfærslu hugmynda, sem stuðla að heilbrigði og bættri líðan almennt eða ná til tiltekinna hópa einstaklinga eða sjúkdóma á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  

Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þann 29.nóvember 2007 voru Þingeysku heilbrigðisverðlaunin veitt geðræktarmiðstöðinni Setrinu. Þingeysku heilbrigðisverðlaunin eru veitt fyrir frumkvöðlastarf, uppfinningar eða vel heppnaða útfærslu hugmynda, sem stuðla að heilbrigði og bættri líðan almennt eða ná til tiltekinna hópa einstaklinga eða sjúkdóma á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  

Viðurkenningin í ár var málverk eftir listakonuna Sigurlín Margréti Grétarsdóttur úr DaLí galleríi á Akureyri. Verkið er unnið með blandaðri tækni. Myndarlegur brúskur teygir sig út úr verkinu. Þótti  listaverkið táknrænt fyrir þann sterka hóp samstarfsaðila, sem hrundu  þessu verkefni af stað í Þingeyjarsýslum.   Mikil ánægja er með miðstöðina bæði hjá notendum og einstaklingum utan verkefnisins. Þingeyingar hafa með Setrinu eignast miðstöð á þessu sviði sem gefur  skjólstæðingum sínum  tækifæri á að vaxa og þroskast, eflir sjálfstraust þeirra og veitt þeim gleði. Setrið hefur starfað á vegum Fjölskylduþjónustu Þingeyinga og Húsavíkurdeildar Rauða Kross Íslands. Aðrir aðilar, sem komið hafa að verkefninu, eru: Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Bakhjarl auk fjölmargra annarra í þingeysku samfélagi. Þær sem veittu verðlaununum viðtöku úr hendi Gunnars Rafns Jónssonar læknis voru : Erla Alfreðsdóttir, forstöðumaður Setursins, Alma Lilja Ævarsdóttir, starfsmaður, svo og  Guðrún Jónsdóttir og Hulda Björk Marteinsdóttir, sem báðar eru notendur þjónustunnar.