Þjóðgarðsdagur
23.05.2007
Tilkynningar
Þriðjudaginn 15. maí fóru nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla í þjóðgarðsferð í Ásbyrgi. Nemendur
unglingadeildar höfðu ásamt umsjónarkennurum sínum undirbúið dagskrá í formi pósta þar sem blandað var saman
fróðleik og leikjum. Póstunum var dreift um byrgið og gengu yngri deild og miðdeild í sitt hvoru lagi á milli þeirra.Þriðjudaginn 15. maí fóru nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla í þjóðgarðsferð í Ásbyrgi. Nemendur
unglingadeildar höfðu ásamt umsjónarkennurum sínum undirbúið dagskrá í formi pósta þar sem blandað var saman
fróðleik og leikjum. Póstunum var dreift um byrgið og gengu yngri deild og miðdeild í sitt hvoru lagi á milli þeirra.
Það var sérlega gaman að sjá hvað unglingarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum sem leiðsögumenn og leiðbeinendur. Það var greinilegt að þau tóku hlutverk sín alvarlega og sinntu þeim að alúð.
Meðal pósta var fróðleikur um danspallinn og Ásbyrgishátíðir áður fyrr. Sagt var frá Ástarhellinum við útsýnisstaðinn, sagan um Huginn og Heiðblána var sögð við Botnstjörn og farið í ýmsa leiki.
Myndir frá ferð yngri
deildar.
Myndir frá ferð
miðdeildar.