Fara í efni

Þjófar á ferð

Því miður hafa fingralangir aðilar heimsótt gróðurhús bæjarins við Ásgarðsveg í sumar.

Því miður hafa fingralangir aðilar heimsótt gróðurhús bæjarins við Ásgarðsveg í sumar.

Þjófar á ferð.

Í sumar hefur orðið vart við að plöntum úr gróðurhúsunum við Ásgarðsveg hafi verið stolið.  Er rétt að minnast á að plöntur (hansarósir) sem voru keyptar sérstaklega til að hafa í hraðahindrunum við Baughól hurfu að stórum hluta  og varð það  þess valdandi að ekkert var gróðursett í kassana. Nú um síðustu helgi hvarf svo restin af rósunum.

 Fyrir fáum dögum hurfu úr gróðurhúsunum tvær reynviðarplöntur sem eru úr safni slíkra plantna og eru hluti af sérstöku ræktunarverkefni sem þar er stundað.  Plönturnar voru í pottum og merktar með númerum. 

Þó fólki finnist trjáplöntur ekki mikils virði er þessara reyniviðarplantna sárt saknað og er hlutaðeigandi beðinn um að skila þeim í gróðurhúsið aftur. 

Garðyrkjustjóri