Þjónustan heim - Laus störf til umsóknar hjá Félagsþjónustu Norðurþings
03.03.2020
Tilkynningar
Óskað er eftir starfsmanni í afleysingu til eins árs og starfsmanni í sumarafleysingar sumarið 2020
Markmið starfsins er að aðstoða og valdefla einstaklinga með sérstakar stuðningsþarfir til virkni og sjálfstæðrar búsetu.
Starfið felst í að veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklinga eru hafðir að leiðarljósi. Starfsmaður vinnur samkvæmt einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Þjónustunotendur eru einstaklingar með sérstakar stuðningsþarfir vegna öldrunar, fötlunar eða annarra langvarandi veikinda.
Hæfniskröfur:
-
Menntun sem nýtist í starfi og áhugi á að afla sér aukinnar þekkingar með námi eða þátttöku á námskeiðum og starfsmenntun.
-
Sjúkraliða- eða félagsliðamenntun er kostur.
-
Jákvæðni, þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði.
Vinnutími er frá 08:00 - 16:00. Starfshlutfall er 80%-100%.
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020. Hvetjum karla jafn sem konur að sækja um.
Hægt er að sækja um störfin rafrænt á vef Norðurþings.
Nánari upplýsingar veitir Fanney Hreinsdóttir - fanney@nordurthing.is eða í síma 464 6100.