Þjónustu- og upplýsinganet
13.10.2008
Tilkynningar
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra
aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og
netspjall.
Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega
upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana vegna sérstakra aðstæðna á
fjármálamarkaði. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um aðra aðila sem veita margvíslega ráðgjöf og þjónustu sem
nýst getur almenningi.
Slóðin á hið nýja þjónustunet er: http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall.
Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um aðra aðila sem veita margvíslega ráðgjöf og þjónustu sem nýst getur almenningi.
Slóðin á hið nýja þjónustunet er: http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar