Þjónustukönnun Norðurþings 2023
26.02.2024
Tilkynningar
Sveitarstjórn hefur tekið fyrir niðurstöður Gallup úr þjónustukönnun Norðurþings 2023. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum.
Könnunin var framkvæmd frá miðjum nóvember fram í miðjan janúar og var fjöldi svarenda 166.
Þegar spurt var hvaða þjónustu sveitarfélagið þyrfti helst að bæta töldu 22% að bæta þyrfti leikskólamál/dagvistun/frístundarheimili og 20% nefndu íþróttir og tómstundir. Aðeins 1% taldi að bæta þyrfti menningarmál, verslun/þjónustu/ferðaþjónustu og útivistar-/græn svæði.