Þjónustustefna Norðurþings
Þjónustustefna sveitarfélagsins er sett á grunni 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í júní 2021 var lögfest ákvæði í fyrrnefndum sveitarstjórnarlögum að frumkvæði Byggðastofnunar sem kveður á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærtsu byggðarkjörnum. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins.
Á 441. fundi þann 14. september 2023 byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna drög að þjónustustefnu Norðurþings í gegnum íbúasamráð.
Hér liggja því drög að Þjónustustefnu sveitarfélagsins fyrir íbúa sveitarfélagsins til samráðs. Ef íbúar hafa athugasemdir eða ábendingar er hægt að skila þeim til og með 22. september nk.
Hér má skila inn athugasemdum eða ábendingum