Þorrablót fatlaðra
15.02.2011
Tilkynningar
Hið árlega þorrablót á vegum Félagsþjónustu Norðurþings fyrir fólk með fötlun var haldið í sal
Framsýnar þann 9. febrúar s.l.
Hið árlega þorrablót á vegum Félagsþjónustu Norðurþings fyrir fólk með fötlun var haldið í sal Framsýnar þann 9. febrúar s.l.
Þar var vel mætt og ýmislegt á boðstólnum til skemmtunar. Þorrablótsgestir gæddu sér á þorramat og tóku svo sporið og/eða lagið við harmonikkuundirleik þeirra Rúnars Hannessonar og Jóns Sigurjónssonar.
Góðir gestir frá Soroptimistaklúbb Húsavíkur komu og afhentu Húsavíkurfestivali að gjöf 127.000 kr. sem var ágóði af sölu kærleikskúlunnar í ár.