Fara í efni

Þorrablót Setursins

Notendur, aðstandendur og starfsmenn Geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins héldu heilmikið þorrablót þann 1. febrúar. Notendur, aðstandendur og starfsmenn Geðræktarmiðstöðvarinnar Setursins héldu heilmikið þorrablót þann 1. febrúar. Vel var mætt og mikil stemmning. Skemmtinefndin sá um að kitla hláturtaugar gesta  með  leikjum og skemmtisögum og happdrætti. Þorrablótsgestir nutu einsöngs og gítarspils og þöndu svo auðvitað reglulega raddböndin í fjöldasöng svo undir tók í gamla Snælandi.