Þrettándaviðburðir í Norðurþingi
Löng hefð er fyrir því að halda brennur og aðra viðburði á þrettándanum sem almennt er kallaður síðasti dagur jóla. Í Norðurþingi verður nóg um að vera, t.a.m þrettándabrennur, flugeldasýningar, söngur og grímuball. Fólk er hvatt til að mæta því tilvalið er fyrir unga sem aldna að eiga saman góða samverustund.
Þrettándaviðburðir í Norðurþingi verða eftirfarandi :
ATH. Brennu hefur verið frestað á Húsavík vegna færðar upp að brennusvæði! Nánar auglýst síðar.
Húsavík – Skjólbrekka – 17.00
Brenna – flugeldasýning Kiwanis– söngur með Guðna Braga
Fólk hvatt til að mæta í grímubúningum og skapa skemmtilega stemningu
Öxarfjörður – Þrettándagleði Leifs heppna - Sandvík við Lónin og Skúlagarður
Brenna í sandvíkinni við Lónin kl 17.30
Grímuball eftir brennu (ca kl 19.00)
Raufarhöfn – Grunnskóli Raufarhafnar – 17.00
Bálkostur og kyndilganga við grunnskólann í umsjón foreldrafélagsins.
Flugeldasýning í boði björgunarsveitarinnar