\"Þú ert það sem þú hugsar\"
Þann 6. júní var Guðjón Bergmann á Húsavík með sjálfstyrkingarnámskeiðið ,,Þú ert það sem þú hugsar". Námskeiðið var haldið á vegum geðræktarmiðstöðvarinnar. Alls sóttu 37 manns námskeiðið.
Námskeiðið byggir á víðtækri reynslu höfundar og hagnýtri nálgun sjálfseflingar og hugarfarsstjórnunar en Guðjón hefur skrifað bæði greinar og bækur um andlega og líkamlega heilsu ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir þúsundir íslendinga.Guðjón hefur m.a. skrifað bókina Þú ert það sem þú hugsar sem byggir á þessu sjálfstyrkingarnámskeiði og fylgir henni geisladiskur með öndunar- slökunar- og hugleiðsluæfingum. Á námskeiðinu fjallaði Guðjón um það hvernig við getum smátt og smátt náð stjórn á hugsunum okkar, eflt jákvæði og unnið að bættu sjálfstrausti. Hann tók einnig fyrir markmiðssetningu og hvernig má nota hana til að vinna að því að ná betri tökum á lífinu og láta drauma okkar verða að veruleika. Þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með daginn enda Guðjón bæði kröftugur og skemmtilegur fyrirlesari.