Fara í efni

Til foreldra barna 6 - 9 ára (1. - 4. bekkur)

Frístundaheimilið Tún verður starfrækt frá og með 11.ágúst. Um heilsdagsvistun verður að ræða frá 11. ágúst til 26. ágúst þ.e. frá kl. 8:15 að morgni til kl.16:00 síðdegis. Klukkutímagjald verður 310 krónur en ekki verður innifalið fæði.  Foreldrar koma til með að þurfa að nesta börnin sín ef þeir hyggjast nýta sér þjónustu frístundaheimilisins þennan tíma.

Eftir 26. ágúst verður hefðbundin opnun þ.e. frá ca. kl.13:00 – 16:00.

Boðið verður upp á hálfa vistun sem kostar 11.000 krónur eða heila vistun sem kostar 19.000 krónur.  Innifalið í verðinu verður hressing (ávextir, brauð o.fl.).

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Narfi Rúnarsson í síma 663-5290 og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið tun@nordurthing.is.  Skráningar fara jafnframt í gegnum Sigurð.

Frekari upplýsingar vegna Frístundaheimilisins Túns munu koma seinna. Unnið er að því að uppfæra eldri upplýsingar til að birta á vefslóðinni http://tun-fristund.blogspot.com/