Fara í efni

Tilboð í endurbætur við Sundlaugina opnuð

Tvö tilboð bárust í endurnýjun þakklæðningar á eldri byggingu Sundlaugarinnar.Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun sem er 2.264.736.- Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði maí mánuður n.k.

Tvö tilboð bárust í endurnýjun þakklæðningar á eldri byggingu Sundlaugarinnar.Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun sem er 2.264.736.-
Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði maí mánuður n.k.


Sundlaug Húsavíkur

Fimmtudaginn 30. apríl sl voru opnuð tilboð í endurnýjun þakklæðningar á eldri byggingu Sundlaugarinnar. Verkið felst í að endurnýja þakjárn og pappa auk endurnýjunar á þakrennum og þakbrúnum.

Aðeins tvö tilboð bárust í verkið og bæði yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin eru svohljóðandi:

Norðlenskir aðalverktakar kr. 2.673.851 –
Norðurvík ehf. kr. 2.596.715 –
Kostnaðaráætlun kr. 2.264.736 –

Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími verði í maí mánuði n.k.