Fara í efni

Tilkynning um útgáfu framkvæmdaleyfis að Bakkavegi 2 við Húsavík

Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 23. september 2014 að veita PCC BakkiSilicon hf. framkvæmdaleyfi til lóðarundirbúnings vegna uppbyggingar kísilmálmverksmiðju að Bakkavegi 2 við Húsavík. 

Fyrirhugaður lóðarundirbúningur samanstendur aðallega af hreinsun á yfirborðslagi af lóðinni, sprengingum og mótun á klöpp, greftri, mölun og skimun á uppgröfnum efnum til að vinna í viðeigandi fyllingar, niðursetningu og þjöppun fyllingar, gröftur fyrir pípum í jörð, vegagerð, uppsetningu girðinga og hliða ásamt því að jafna út lausum jarðvegi.  Umsókn um framkvæmdaleyfi fylgdi greinargerð með uppdráttum dags. ágúst 2014.  Einnig liggja til grundvallar framkvæmdaleyfi frumteikningar allra stærri mannvirkja sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni.  Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. á Bakka dags. 3. júlí 2013.

Nánari upplýsingar um framkvæmdaleyfið og gögn að baki því má finna á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is).

 

Hver sá sem hefur lögvarða hagsmuni tengda þessari ákvörðun bæjarstjórnar og telur ágalla á veitingu þessa framkvæmdaleyfis getur kært niðurstöðuna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan mánaðar frá birtingu þessarar auglýsingar.

 

 

Húsavík 29. október 2014

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings