Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 27. ágúst 2024 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Holtahverfi á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan tekur til 5 lóða við Hraunholt 7 – 25 og felur í sér breyttar stærðir lóða, breyttan byggingarrétt á lóðum og breyttri númeringu lóða. Eftir breytingar verða lóðirnar með númerin 7-15.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimsíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 5. september 2024 til 17. október 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 17. október 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 1034/2024.
Hér má kynna sér tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Húsavík 28. ágúst 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings