Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík, Norðurþingi
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 22. september 2022 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér breytingar á stærðum og byggingarskilmálum
óbyggðra lóða, ásamt fjölda leyfilegra íbúða á tilteknum lóðum. Meðal breytinga má nefna að opinn vatnsfarvegur færist til og stækkar þannig að hann nær að Stóragarði. Honum er ætlað að halda niðri grunnvatnsstöðu á svæðinu ásamt því að bæta ásýnd svæðisins.
Lóðin að Ásgarðsvegi 33 færist austur fyrir vatnsfarveg. Breytingartillagan er sett fram sem uppdráttur með greinargerð á einu blaði í blaðstærð A1.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings
(www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagstillögunnar er frá 29. september til og með 10. nóvember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok fimmtudags 10. nóvember 2022. Tekið verður á móti
skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is
Hér má sjá tillögu að breytingu deiliskipulags
Húsavík, 22. september 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings