Tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 12. mars 2024 að kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði V3 við golfvöllinn á Húsavík skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér breytta byggingarskilmála fyrir lóð undir hótel og nýja aðkomu að lóðinni norðanverðri. Byggingarreitur og heimilað byggingarmagn á lóðinni er óbreytt.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimsíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 27. mars 2024 til 8. maí 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 8. maí 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 304/2024 eða á nordurthing@nordurthing.is
Hér má sjá tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustsvæði V3
Hér má sjá upplýsingar á Skipulagsgátt
Húsavík 18. mars 2024
Skipulagsfulltrúi Norðurþings