Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingu deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingu deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.
- Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breytingar landnotkunar við Héðinsbraut á Húsavík. Meginmarkmið tillögu að breytingu aðalskipulags er geta boðið upp á stærri lóð fyrir gistiheimili við Héðinsbraut. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.
- Breyting deiliskipulags Höfðavegar. Meginlínur skipulagsbreytingarinnar felast í sameiningu þriggja lóða við Héðinsbraut í eina, Héðinsbraut 13. Skilgreindir eru byggingarskilmálar fyrir þá lóð þar sem horft er til byggingar gistiheimilis á tveimur hæðum. Skipulagstillagan gerir einnig ráð fyrir stækkun lóða við Höfðaveg 6 og Héðinsbraut 3. Skilgreindur er byggingaréttur við Héðinsbraut m.v. hugmyndir lóðarhafa að uppbyggingu safnahúss. Skipulagstillagan felur í sér að Höfðavegur verði tengdur inn á Laugarbrekku austan Laugarbrekku 1. Skipulagstillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A1.
Hér má nálgast uppdrátt af aðalskipulagsbreytingunni
Hér má nálgast deiliskipulagstillöguna
Skipulagstillögurnar verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 1. mars 2017 til og með 12. apríl 2017. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með miðvikudeginum 12. apríl 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.