Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingu deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og breytingu deiliskipulags Holtahverfis á Húsavík

 

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.

 

  1. Breyting aðalskipulags íbúðarsvæðis Holtahverfis á Húsavík (Í13).  Meginmarkmið tillögu að breytingu aðalskipulags er að samræma afmörkun íbúðasvæðis Í13 í deiliskipulagi og aðalskipulagi.  Við það stækkar svæðið úr 13,8 ha í 15,8 ha í aðalskipulagi.  Ennfremur er gengið út frá fjölgun íbúða á svæðinu úr allt að 55 í allt að 75. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.

  2. Breyting deiliskipulags Holtahverfis.  Skipulagstillagan felst í að 13 óbyggðum einbýlishúsalóðum á s.k. E-svæði er breytt í parhúsalóðir og nýtingarhlutfall þeirra hækkað úr 0,3 í 0,35.  Ennfremur yrðu leyfðar sex íbúðir á tveimur óbyggðum raðhúsalóðum við Lyngholt.  Þakhæð einbýlishúsa og parhúsa E-svæðis verði allt að 5,5 m.  Gatnakerfi er nánast óbreytt frá gildandi deiliskipulagi, en lóðarmörkum er lítillega hnikað til á þeim lóðum sem breytt er til parhúsa. Skipulagstillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A1.

     

    Skipulagstillögurnar verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 13. febrúar 2017 til og með 27. mars 2017.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með mánudeginum 27. mars 2017.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.  

 

Hér má sjá deiliskipulagstillöguna

Hér má sjá aðalskipualgsuppdráttinn

 

 

 

        Gaukur Hjartarson
        Skipulags- og byggingarfulltrúi