Tillaga að breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna vatnstökuhola á Röndinni og tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 16. mars 2023 að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á aðalskipulagi felur í sér stækkun iðnaðarsvæðis I1 á Kópaskeri til norðurs yfir það svæði sem ætlað er undir borholur og lagnir að fiskeldislóð. Tilgangur breytingarinnar er að setja skýra stefnu í aðalskipulagi um að umrætt svæði verði nýtt fyrir vatnstöku fyrir fiskeldið. Breytingartillagan er sett fram í A4 hefti með greinargerð. Breyting á deiliskipulagi felur í sér aukningu á hámarkslífmassa á laxi úr
400 tonnum í 2.700 tonn. Skipulagssvæðið stækkar um 1,2 ha. Nýtingarland vegna vatnstöku til fiskeldisins verður skilgreint og vex jafnaðarvatnsþörf úr 150 l/sek í 980 l/sek á ársgrunni. Gert er ráð fyrir fjölgun á borholum til vatnstöku úr 8 í 24 og niðurgrafinni lögn frá þeim að fiskeldismannvirkjunum. Innan byggingarreits A1 og A verður heimilt að byggja 1-4 skýli eða hús yfir öll ker innan byggingarreits.
Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A1.
Skipulagstillögurnar eru nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem þær hanga uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og á Kópaskeri. Kynningartími er frá 5. apríl til og með 17. maí 2023. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok miðvikudagsins 17. maí 2023. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is.
Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 Röndin
Tillaga að breytingu deiliskipulags
Húsavík, 30. mars 2023
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings