Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni, Kópaskeri.
Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni við Kópasker skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan felur í sér aukningu á hámarkslífmassa á laxi úr 400 tonnum í 2.700 tonn. Skipulagssvæðið stækkar um 1,2 ha. Nýtingarland vegna vatnstöku til fiskeldisins verður skilgreint og vex jafnaðarvatnsþörf úr 150 l/sek í 980 l/sek á ársgrunni. Gert er ráð fyrir fjölgun á borholum til vatnstöku úr 8 í 24 og niðurgrafinni lögn frá þeim að fiskeldismannvirkjunum. Byggingarskilmálar breytast þannig að heimilt yrði að byggja yfir ker í fleiri húsum á óbyggðum byggingarreitum, þ.e. allt að fjórum húsum á hvorum byggingarreit. Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A1.
Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem að hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulagsins er 3. nóvember til 15. desember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 15. desember 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is
Hér má sjá tillögu að breytingu deiliskipulegs
Húsavík 28. október 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings