Fara í efni

Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni, Kópaskeri.

Skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 16.4.2024 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss á Röndinni við Kópasker skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér nýja vegtengingu inn á eldissvæðið sem tengist þjóðvegi gegnt Kotatjörn. Skipulagssvæðið stækkar til austurs þannig að þá nái yfir fyrirhugaðan nýjan aðkomuveg, en meðfram Sléttuvegi eru mörk deiliskipulagsins við 30 m veghelgunarsvæði vegarins. Skipulagssvæðið stækkar úr 10,3 ha í 11,5 ha.

Markmið með breytingu deiliskipulagsins er að draga úr umferð stóra ökutækja í gegn um byggðina á Kópaskeri og jafnframt að létta umferðarálagi af Röndinni.

Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A1.

Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulagsins er frá 30. maí 2024 til 11. júlí 2024. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 11. júlí 2024. Tekið verður á móti ábendingum á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is) undir málsnúmeri 602/2024 eða á nordurthing@nordurthing.is.

Hér má sjá breytingartillögu

 

Húsavík 21. maí 2024

Skipulagsfulltrúi Norðurþings