Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi
Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi fiskeldisstöðvar Rifóss í Kelduhverfi. Breytingar eru nokkuð margvíslegar en felast m.a. í: Stækkun lóðar við seiðastöð, stækkun byggingarreits fyrir eldisker til að rúma allt að 17 ný fiskeldisker í landi, skilgreindur byggingarreitur undir nýja seiðastöð og skilgreint er svæði í innra lóninu þar sem heimilt verði að staðsetja eldiskvíar. Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á einum blaði í blaðstærð A1, sem má nálgast hér
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 30. janúar til 13. mars 2018. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 13. mars 2018. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík 21. janúar 2018
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi