Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss í Kelduhverfi
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöð Rifóss við Lón í Kelduhverfi. Fyrirhuguð breyting felur í sér leyfi fyrir dýpri kerjum á byggingarreit C en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi og auk þess rýmri byggingarrétti húss yfir kerin á reit C þannig að mænishæð þaks megi vera allt að 9,0 m frá botni kerja. Breytingartillagan með greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A3.
Breytingartillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 21. desember 2018 til 8. febrúar 2019. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 8. febrúar 2019. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Skipulagslýsingu má finna hér