Tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík
Tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingar eru tilgreindar í sjö liðum og settar fram á uppdrætti í blaðstærð A1 og greinargerð í blaðstærð A4. Þær felast m.a. í að lóðinni að Hafnarstétt 13-15 (Flókahús/Helguskúr) er skipt í tvær og skilgreindur byggingarréttur fyrir hvora lóð, breyttum lóðarmörkum milli hafnastéttar 25-31 og Hafnarstéttar 33 ásamt breytingum á byggingarrétti á lóðunum, tilfærslu og breytingum á reitum undir torgsölu, reitum undir þjónustuhús við flotbryggjur o.fl. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 12. febrúar til 29. mars 2016. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 29. mars 2016. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. GreinargerðTeikning