Tillaga að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis á Húsavík
Tillaga að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingar felast í því að skilgreind er ný lóð, Naustagarður 6, og skilgreindur þar byggingarréttur. Lóðin er 1.184 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggja megi á lóðinni hús með mænisstefnu þvert á þau sem fyrir eru við götuna. Hús á lóðinni skal vera ein eða tvær hæðir, hámarksmænishæð er 8 m, þakhalli skal vera á bilinu 10-30°og heimilt að gera kvisti á þaki til beggja átta. Hæsta leyfilega nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,6. Skipulagstillagan skilgreinir einnig möguleika á gerð viðlegukannts norðan lóðarinnar. Aðkoma að honum yrði um stíg milli Naustagarðs 4 og 6.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 14. nóvember til 27. desember 2016. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 27. desember 2016. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík 8. nóvember 2016
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi