Fara í efni

Tillaga að breytingu deiliskipulags norðurhafnarsvæðis á Húsavík

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis á Húsavík.  Breytingar eru nokkuð margvíslegar en felast m.a. í:  Skilgreiningu lóðar og byggingarréttar að Naustagarði 6 sem víkur nokkuð frá áður kynntum hugmyndum, breyting byggingarréttar að Naustagarði 2, niðurfelling lóðar að Norðurgarði 3, breytt aðkoma og breyttir byggingarskilmálar fyrir Norðurgarð 5, breytt vegtenging frá Norðurgarði upp í Laugarbrekku, breytt lóðarmörk Norðurgarðs 4 og breytt staðsetning lóðar undir hafnarvog við Bökugarð.

 

Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 2. júní til 14. júlí 2017.  Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 14. júlí 2017.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

 

Hér má nálgast deiliskipulagstillöguna

Hér má nálgast greinargerðina