Tillaga að breytingu deiliskipulags Útgarðs 4 á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Útgarði 4. Breytingar felast í stækkun byggingarreits um ríflega 5 m til suðurs, breyttum aldursviðmiðum notenda og skilgreiningu sorpgeymslu. Breytingartillagan með greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A3.
Breytingartillagan verður til sýnis á stjórnsýsluhúsi Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 31. ágúst til 12. október 2018. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 12. október 2018. Skila skal skriflegum athugasemdum í stjórnsýsluhús Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi í Norðurþingi