Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi Dettifossvegar innan Norðurþings ásamt umhverfisskýrslu

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi Dettifossvegar (nr. 862) frá Dettifossafleggjara norður á Norðausturveg (nr. 85) í Kelduhverfi ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu með vísan til 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegurinn er um 30 km að lengd.  Hluti hans er nýlögn á hálendishluta svæðisins frá Dettifossafleggjara að Lambatorfum.  Veglína frá Lambatorfum norður á norðausturveg (nr. 85) í Kelduhverfi fylgir að mestu legu núverandi vegar.

Skipulagstillagan er sett fram á fimm uppdráttum (mkv. 1:10.000 og 1:35.000 á A1) auk greinargerðar með umhverfisskýrslu.

Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 31. janúar 2013 til 15. mars 2013.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings - http://www.nordurthing.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/skipulagsmal.  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 15. mars 2013.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Húsavík 28. janúar 2013

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi