Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri í Öxarfirði ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 19. janúar s.l. að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri í Öxarfirði ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í Núpsmýri felur í sér mótun ramma um uppbyggingu frekari mannvirkja á iðnaðarsvæði I3 að Núpsmýri í Öxarfirði. Fiskeldi hefur verið starfrækt á lóðinni um áratugaskeið en svæðið hefur þó ekki verið deiliskipulagt fyrr. Svæðið er nú þegar umtalsvert upp byggt en horft er til frekari uppbyggingar til aukningar framleiðslu. Skipulagssvæðið spannar eignarlóð fyrirtækisins sem er 8,39 ha en fyrirhuguð uppbygging er þó innan 5,6 ha iðnaðarsvæðis til samræmis við ákvæði aðalskipulags. Tillagan er sett fram í greinargerðarhefti í blaðstærð A4 og á uppdrætti á blaðstærð A1.
Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík og á skrifstofu sveitarfélagsins að Bakkagötu 10 á Kópaskeri frá 29. janúar 2021 til 12. mars 2021. Ennfremur verður hægt að skoða tillöguna hér á vef Norðurþings (sjá tengla neðst í frétt). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 12. mars 2021. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Deiliskipulag - uppdráttur
Deiliskipulag - greinargerð