Tillaga að deiliskipulagi fyrir Fiskeldið Haukamýri, Norðurþingi
Sveitarstjórn Norðurþings, samþykkti á fundi sínum þann 27. október 2022 að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið Haukamýri í Norðurþingi skv. 41.gr. skipulagslaga 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Stærð skipulagssvæðisins er um 3,8 ha. Viðfangsefni deiliskipulagssins er m.a. að afmarka byggingarreiti og að skilgreina fyrirkomulag aðkomu að nýjum byggingarreitum og önnur þau ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi vegna stækkunar fiskeldisstöðvarinnar úr 450 tonnum í 850 tonna lífmassa af laxfiski og/eða laxfiskaseiðum.
Tillagan er sett fram sem greinargerð í blaðstærð A4 og uppdráttur í blaðstærð A2.
Tillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagsins er frá 3. nóvember til 15. desember 2022. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við tillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 15. desember 2022. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is
Deiliskipulag - Tillaga. Greinargerð og umhverfisskýrsla.
Húsavík, 28. október 2022
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings