Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn ásamt umhverfisskýrslu

Tillaga að deiliskipulagi Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn ásamt umhverfisskýrslu

 

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn auk umhverfisskýrslu.  Deiliskipulagstillagan sýnir þau mannvirki sem þegar hafa verið reist og skilgreinir skilmála um heildarásýnd svæðisins til lengri tíma.  Skilgreind er aðkomuleið að svæðinu og hvernig ætlunin er að koma fyrir bílastæðum.  M.a. er þar gert ráð fyrir upphækkuðum stíg/brú frá bílastæði að Heimskautsgerðinu.  Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti á blaðstærð A2 auk greinargerðar sem inniheldur umhverfisskýrslu í A4 hefti.

 

Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík og á skrifstofu sveitarfélagsins á Raufarhöfn frá 3. febrúar til 17. mars 2017.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 17. mars 2017.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Deiliskipulagstillagan sjá hér

Greinargerð hjá hér

 

Húsavík. 27.janúar 2017

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi