Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis við Saltvík í Norðurþingi
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi hesthúsasvæðis í landi Saltvíkur sunnan Húsavíkur skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Skipulagstillagan er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025 en hinsvegar í samræmi við tillögu að aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem auglýst er til kynningar samhliða.
Svæðið er ætlað undir hestamennsku og þar gert ráð fyrir lóðum undir hesthús, reiðskemmu, skeiðvöll og félagsaðstöðu hestamanna á 11,3 ha landi vestan þjóðvegar um 4 km sunnan Húsavíkur. Svæðið er nú óbyggt, en að mestu ræktuð tún.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá og með 20. maí til 18. júní 2010.
Tillagan er einnig til sýnis hér
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 1. júlí 2010. Athugasemdir skal senda skriflegar til skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings, Ketilsbraut 7-9, 640 Húsavík. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Húsavík 17. maí 2010
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðuþings