Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi kvíaeldisstöðvar að Lóni í Kelduhverfi ásamt umhverfisskýrslu

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi kvíaeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi.  Skipulagssvæðið afmarkast í norðri og vestri af bökkum innra lónsins.
Í suðri liggja mörk deiliskipulagsins að mestu með bakka lónsins en ná þó inn á land umhverfis núverandi mannvirki til samræmis við iðnaðarsvæðin sem skilgreind eru í aðalskipulagi Norðurþings (I2).  Deiliskipulagið nær alls til 175 ha svæðis.  Skilgreindur er byggingarréttur fyrir aðskildu iðnaðarsvæðin tvö í landi.  Aukinn byggingarréttur er f.o.f. skilgreindur í byggingarreit fyrir allt að fjögur staðsteypt fiskeldisker suðaustan við núverandi seiðaeldi.  Einnig er í skipulagstillögunni afmarkað svæði fyrir eldiskvíar úti á lóninu.
 
Skipulagstillagan er sett fram á uppdrætti (mkv. 1:5.000/1:2.000 á A1) auk greinargerðar með umhverfisskýrslu.
Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 2. maí 2013 til 14. júní 2013.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings (mál nr. 7 undir "Mál í kynningu").  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 14. júní 2013.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
 
Húsavík 29. apríl 2013
 
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi