Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4 á Húsavík.  Lóðin afmarkast af Auðbrekku, Pálsgarði og Útgarði í austri, suðri og norðri.  Vesturmörk lóðarinnar liggja um miðjan götureit sem afmarkast af ofangreindum götum og Ketilsbraut.  Lóðin er um 3.800 m2 að flatarmáli.

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4 á Húsavík.  Lóðin afmarkast af Auðbrekku, Pálsgarði og Útgarði í austri, suðri og norðri.  Vesturmörk lóðarinnar liggja um miðjan götureit sem afmarkast af ofangreindum götum og Ketilsbraut.  Lóðin er um 3.800 m2 að flatarmáli.

Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 28 þjónustuíbúðum í allt að 5 hæða húsum innan lóðarinnar.  Heimilað nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 1,0 fyrir utan niðurgrafna bílgeymslu.

 Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings, Húsavík, frá 11. október til 8. nóvember 2007.  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með fimmtudagsins 22. nóvember 2007.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitasrstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.