Tillaga að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík
Tillaga að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings ákvað þann 13. desember s.l. að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að nýju deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík. Skipulagstillagan nú er samsett úr deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn Norðurþings 18. september 2012 og breytingu þess sem samþykkt var í sveitarstjórn 17. maí s.l. Tillagan nú innifelur ekki breytingar frá tilgreindum áður samþykktum skipulagstillögum sem báðar hlutu lögformlega kynningu. Skipulagstillagan spannar svæði milli Garðarsbrautar í austri og sjávar innan hafnar í vestri. Norðurmörk skipulagssvæðis eru um Naustagil og syðri mörk um Búðargil. Tillagan skilgreinir m.a. byggingarrétt á öllum lóðum innan marka skipulagssvæðis og umferðarleiðir. Í ljósi þess að skipulagstillagan fjallar um skipulagssvæðið í heild sinni er horft til þess að fella alfarið úr gildi deiliskipulag sama svæðis frá 1998 við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu. Skipulagstillagan er sett fram sem uppdráttur í blaðstærð A1 og greinargerð í A4 hefti.
Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 27. desember 2016 til 8. febrúar 2017. Ennfremur verður hægt að skoða tillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 7. febrúar 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík 19. desember 2016
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi