Tillaga að starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf Öxarfirði, Norðurþingi.
03.12.2018
Tilkynningar
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum af laxi og/eða bleikju að Núpsmýri í Öxarfirði. Núverandi starfsleyfi er til framleiðslu á 1.600 tonnum af sandhverfu, lúðu, laxi og bleikju. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 26. nóvember til og með 27. desember 2018 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.
Nánar má lesa um þetta og meðfylgjandi fylgigögn hjá Umhverfisstofnun