Fara í efni

Tillögur að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða í Norðurþingi

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða á Húsavík.
Gildandi deiliskipulag svæðisins var samþykkt í bæjarstjórn Húsavíkur 21.12.1999 og taldist þá svæðið iðnaðarsvæði.  Svæðið telst nú athafnasvæði A2 í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.  Breyting skipulagsins felst í samræmingu við nýlega samþykkta breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna vegtengingar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka.  Athafnasvæði A2 skerðist vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar um Húsavíkurhöfða.  Breytingin kemur fram í skerðingu tveggja lóða, Höfða 8 og Höfða 10, auk skerðingar grænna svæða.  Óbyggðu lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar í eina, Höfða 6-8, og jafnframt gert ráð fyrir að sú lóð verði tímabundið nýtt undir vinnubúðir vegna framkvæmda.
 
Tillaga að deiliskipulagsbreytingunni  verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 3. apríl  til 9. maí 2014.  Ennfremur er hægt að skoða breytingartillöguna hér: Breytingartillaga.  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 9. maí 2014.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
 
Fyrirhuguð skipulagsbreyting verður sérstaklega kynnt á opnu húsi í fundarsal bæjarskrifstofu Norðurþings mánudaginn 7. apríl n.k. kl. 13-16.
 
 
Húsavík 28. mars 2014

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi