Fara í efni

Tillögur að breytingum á deiliskipulögum Miðhafnarsvæðis og Norðurhafnar á Húsavík

Byggðarráð Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. júlí 2021 að kynna tillögur að breytingum á deiliskipulögum Miðhafnarsvæðis og Norðurhafnar á Húsavík skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillaga vegna deiliskipulags miðhafnarsvæðis felur í sér stækkun skipulagssvæðisins þannig að miðhafnarskipulagið taki yfir lóðir og viðlegukannta Naustagarðs og slippsins (H3). Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu sem mun loka á umferðarleið milli húsanna sem skilgreind er í gildandi deiliskipulagi. Í stað þeirrar leiðar er gert ráð fyrir kvöð um nýja umferðarleið milli Hafnarstéttar 3 og Hafnarstéttar 5. Að auki felur tillagan í sér nokkrar minniháttar breytingar og leiðréttingar fyrra skipulags. Breytingartillagan er sett fram sem uppdráttur á einu blaði í blaðstærð A1 og greinargerð í blaðstærð A4. Breytingartillaga vegna deiliskipulags Norðurhafnar felur í sér að skipulagssvæðið minnkar frá gildandi skipulagi þar sem lagt er upp með að lóðir og viðlegukanntar á Naustagarði og lóð slippsins (H3) fylgi hér eftir deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins. Breytingartillagan er sett fram sem uppdráttur með greinargerð á einu blaði í blaðstærð A1.

Breytingartillögur þessar er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem þær hanga uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Kynningartími skipulagstillagnanna er frá 29. júlí til og með 10. september 2021. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillögunar er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir lok föstudags 10. september 2021. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is

 
Norðurhöfn - tillaga að breyttu deiliskipulagi

Miðhafnarsvæði - tillaga að breyttu deiliskipulagi uppdráttur

Miðhafnarsvæði - tillaga að breyttu deiliskipulagi greinargerð

 

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings