Fara í efni

Tillögur að breytingum deiliskipulaga íbúðasvæðis Í5 og athafnasvæðis A5 Kringlumýri á Húsavík.

ÍBÚÐASVÆÐI Í5

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingar á deiliskipulögum íbúðasvæðis Í5 í Reitnum á Húsavík og athafnasvæðis A5 við Kringlumýri á Húsavík. Breytingar vegna Í5 fela í sér stækkun byggingareits að Ásgarðsvegi 27 um 2,5 m í norður og heimild fyrir opnum bílskýlum við Ásgarðsveg. Gert verði ráð fyrir fimm íbúða parhúsi á tveimur hæðum á lóðinni. Að Grundargarði 2 er byggingarreitur stækkaður og gert ráð fyrir tveimur fjögurra íbúða fjölbýlishúsum á lóðinni. Þar er einnig gert ráð fyrir opnum bílskýlum.

Skipulagsuppdráttur íbúðasvæðis Í5 - Reitur

ATHAFNASVÆÐI A5

Breytingar á athafnasvæði A5 fela í sér tvo nýja byggingarreiti norðan við sláturhús og kjötvinnslu og lítilsháttar tilfærslu á lóðarmörkum nyrst á lóðinni. Þessir byggingarreitir eru ætlaðir undir starfsmannahús. Settir eru nánari skilmálar um útlit húsa og notkun þeirra í skipulagstillögunni. Breytingartillögunar með greinargerðum eru settar fram á sitthvoru blaðinu í blaðstærð A2.

Skipulagsuppdráttur athafnasvæðis A5

Breytingartillögurnar verða til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 29. mars til 10. maí 2019.  Ennfremur eru linkar á breytingartillögurnar hér í auglýsingunni (hér að ofan). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunar til föstudagsins 10. maí 2019.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

 
Húsavík 21. mars 2019
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi