Fara í efni

Tímabundið starf launafulltrúa hjá Norðurþingi

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir launafulltrúa í tímabundna afleysingu.  Starfshlutfall er 100% en getur mögulega verið minna. Ráðið er í starfið frá og með 15. janúar n.k. og er ráðningin til rúmlega eins árs. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eru konur jafnt sem karlar hvattar til þess að sækja um starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2018. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra Norðurþings (drifa@nordurthing.is) sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti eða síma 464 6100


Frekari upplýsingar má sjá á meðfylgjandi mynd (klikka á hana til að stækka).