Tímamót í rekstri tölvukerfa Húsavíkurbæjar
Á laugardaginn var skrifað undir samninga á milli Húsavíkurbæjar og Þekkingar hf. annars vegar og Húsavíkurbæjar og Orkuveitu Húsavíkur hinsvegar vegna umfangsmikilla breytinga sem nú eru að eiga sér stað í rekstrarfyrirkomulagi á tölvumálum Húsavíkurbæjar.
Á laugardaginn var skrifað undir samninga á milli Húsavíkurbæjar og Þekkingar hf. annars vegar og Húsavíkurbæjar og Orkuveitu Húsavíkur hinsvegar vegna umfangsmikilla breytinga sem nú eru að eiga sér stað í rekstrarfyrirkomulagi á tölvumálum Húsavíkurbæjar.
Unnið hefur verið að því um nokkurra mánaða skeið að ná fram hagræðingu í rekstri og umsjón tölvukerfa, ásamt endurskipulagningu gagnaflutningsmála og endurnýjun búnaðar að hluta.
Húsavíkurbær og Orkuveita Húsavíkur stóðu sameiginlega að móttökuathöfn í húsnæði Orkuveitunnar rétt sunnan bæjarins. Forstöðumönnum stofnana og starfsmönnum Þekkingar og eMax sem er dótturfyrirtæki Þekkingar hf. var boðið að vera við undirskrift samninganna. Starfsmenn Þekkingar og eMax voru á Húsavík í árshátíðarferð og var því margt um manninn við undirskrift samninganna. Tækifærið var nýtt til að kynna starfsemi allra aðila og hélt Hreinn Hjartarson m.a. stutta kynningu á tæknilegri starfsemi Orkuveitu Húsavíkur.