Fara í efni

Tónleikar á Hvalasafninu

Hljómsveitin amiina, í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur ferna tónleika við sjávarsíðuna í lok júlí. Spilað verður í tveimur vitum, hvalasafni og Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Tónleikadagskráin verður aðlöguð að umhverfinu; stutt efnisskrá með sérsniðnum útsetningum sem hæfa umgjörðinni, í mikilli nánd við sjóinn sem og áheyrendur. Aðgangur er ókeypis.  


Hljómsveitin amiina, í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur ferna tónleika við sjávarsíðuna í lok júlí. Spilað verður í tveimur vitum, hvalasafni og Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Tónleikadagskráin verður aðlöguð að umhverfinu; stutt efnisskrá með sérsniðnum útsetningum sem hæfa umgjörðinni, í mikilli nánd við sjóinn sem og áheyrendur. Aðgangur er ókeypis.

 

Dagsetningar:

 24. júlí kl.17 - Bláa kirkjan á Seyðisfirði

25. júlí kl.16 - Dalatangaviti

26. júlí kl. 21 - Hvalasafnið á Húsavík í samstarfi við Mærudaga

27. júlí kl. 17 - Sauðanesviti