Tónlistarnám fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir
14.09.2022
Tilkynningar
Tónlistarskóli Húsavíkur fór í haust af stað með afar áhugavert verkefni sem miðar að því að gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir. Verkefnið er að finnskri fyrirmynd en mjög góð aðsókn hefur verið í námið. „Jú, mjög góð aðsókn í þetta hjá okkur. Það eru 16 nemendur sem hafa skráð sig. Þetta eru notendur miðjunnar og fleiri íbúar sveitarfélagsins,“ segir Guðni Bragason, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Verkefnið er samstarf Tónlistarskóla Húsavíkur, félagsþjónustu Norðurþings og Þekkingarnets Þingeyinga.
Hér má lesa skemmtilega grein um verkefnið sem birtist á vef Vikublaðsins