Tónlistarskóli Húsavíkur - Störf laus til umsóknar
Leitað er að fjölhæfum tónlistarkennurum sem hafa metnað og búa yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við annað starfsfólk, foreldra og nemendur. Jafnframt að styrkja stöðu skólans í nærumhverfinu með markvissu samstarfi við aðrar mennta- og menningarstofnanir. Óskað er sérstaklega eftir kennurum sem geta kennt rytmískt píanó og dægurlagasöng, svo og strengja- og harmonikukennara. Kennt er bæði í einkatímum og samkennslu, auk þess sem boðið er upp á fjölbreytt samspil, rytmískt, klassískt og afrískt.
Tónlistarskóli Húsavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 1961. Skólinn hefur aðsetur í Borgarhólsskóla og er samstarf skólanna tveggja umtalsvert. Frá árinu 1992 hefur verið í gangi samstarfsverkefni Tónlistarskólans, Borgarhólsskóla og leikskólans Grænuvalla sem hefur það að markmiði að bjóða öllum skólabörnum upp á markvissa og fjölbreytta tónlistarkennslu. Tónlistarskóli Húsavíkur er með útibú í Öxarfjarðarskóla þar sem nemendur Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar fá tónlistarkennslu. Auk þessa býður tónlistarskólinn nemendum í Framhaldsskóla Húsavíkur upp á fjölbreytt tónlistarnám til eininga og tónlistarsérhæfingu á opinni stúdentsbraut. Uppeldishlutverk Tónlistarskólans er því mikið. Stöðugildi við skólann eru 7,5 og nemendur um 160.
Tvær stöður tónlistarkennara við Tónlistarskóla Húsavíkur eru laus til umsóknar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi:
• Tónlistarkennari – 70-100% starf
• Tónlistarkennari – 30-50% starf
Menntunar- og hæfniskröfur
• Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
• Mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
• Kennslureynsla í tónlistarskóla; reynsla af sam- og hópkennslu er mikill kostur.
• Góð tölvukunnátta er kostur
• Sveigjanleiki/aðlögunarhæfni
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2022.
Umsóknum skal skila með tölvupósti til skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur á netfangið adrienne@tonhus.is
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tónlistarskóla Húsvíkur að Skólagarði 1 á Húsavík í síma 464 7290 eða með fyrirspurnum á netfangið adrienne@tonhus.is