Tónlistarveislan 2008
04.07.2008
Tilkynningar
Nú í sumar er það hljómsveitin S.O.S (Stebbi og strákarnir) sem hefur veg og vanda að tónlistarveislu Norðurþings sem haldin verður
dagana 22. og 23. ágúst n.k. Á efnisskránni verður brot af því besta úr íslenskri tónlistarsögu og munu strákarnir
fá til liðs við sig ýmsa frábæra tónlistarmenn og söngvara úr Norðurþingi til að reiða fram veisluföngin.
Nú í sumar er það hljómsveitin S.O.S (Stebbi og strákarnir) sem hefur veg og vanda að tónlistarveislu Norðurþings sem haldin verður dagana 22. og 23. ágúst n.k. Á efnisskránni verður brot af því besta úr íslenskri tónlistarsögu og munu strákarnir fá til liðs við sig ýmsa frábæra tónlistarmenn og söngvara úr Norðurþingi til að reiða fram veisluföngin.
Það er því vert að taka dagana frá og skipuleggja sumarfríið sitt með það fyrir augum að missa ekki af þessari skemmtun.