Tónlistarveislan um helgina
21.08.2008
Tilkynningar
Hin árlega tónlistarveisla Norðurþings verður haldin núna um helgina, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:30.
Undirbúningur er nú á lokastigi og ljóst að þetta verður veisla bæði fyrir augu og eyru. Höllin hefur verið fagurlega skreytt og
einnig hefur öflugu ljósakerfi verið stillt upp. Söngvarahópurinn hefur aldrei verið stærri og munu fjöldi ungra og upprennandi söngvara
stíga á sviðið. Auk þeirra verða þekkt andlit úr veislum síðustu ára sem og Birgitta Haukdal sem heiðrar okkur með komu
sinni í sína gömlu heimabyggð.
Veislan verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík og verður húsið opnað kl. 19:45.
Hin árlega tónlistarveisla Norðurþings verður haldin núna um helgina, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:30. Undirbúningur er nú á lokastigi og ljóst að þetta verður veisla bæði fyrir augu og eyru. Höllin hefur verið fagurlega skreytt og einnig hefur öflugu ljósakerfi verið stillt upp. Söngvarahópurinn hefur aldrei verið stærri og munu fjöldi ungra og upprennandi söngvara stíga á sviðið. Auk þeirra verða þekkt andlit úr veislum síðustu ára sem og Birgitta Haukdal sem heiðrar okkur með komu sinni í sína gömlu heimabyggð.
Veislan verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík og verður húsið opnað kl. 19:45.