Fara í efni

Tvær nýjar lyftur vígðar í skólum Húsavíkurbæjar

Í dag föstudaginn 25. nóvember var vígð ný lyfta í húsnæði leikskólans Bestabæjar. Með tilkomu lyftunnar batnar vinnuaðstaða starfsfólks leikskólans verulega auk þess sem bætt er úr aðgengi fatlaðra.

Í dag föstudaginn 25. nóvember var vígð ný lyfta í húsnæði leikskólans Bestabæjar. Með tilkomu lyftunnar batnar vinnuaðstaða starfsfólks leikskólans verulega auk þess sem bætt er úr aðgengi fatlaðra.

Að sögn Aðalbjargar Friðbjarnardóttur leikskólastjóra má líkja tilkomu lyftunnar við byltingu til framtíðar. Hennar von er að fleiri opinberar stofnanir og vinnustaðir fylgi fordæmi sveitarfélagsins. N.k. mánudag, 28. nóvember verður vígð lyfta í Borgarhólsskóla og þar með er tryggt aðgengi fatlaðra um allan skólann að norðuálmu undanskilinni. Halldór Valdimarsson skólastjóri segir að ekki sé síður mikilvægt hversu mikið aðstaða starfsfólks og nemenda almennt batnar með tilkomu lyftunnar.
Þessar tvær nýju lyftur marka tímamót í aðgengi að byggingum Húsavíkurbæjar og áfangasigur unnin í þeim málum.