Ullarvinnsla og jurtalitun
Dagana 13. - 14. nóvember stendur "Þingeyskt og þjóðlegt" fyrir námskeiði í ullarvinnslu og jurtalitun í Kiðagili í Bárðardal. Verkefnið Þingeyskt og þjóðlegt snýst um að viðhalda þjóðlegum menningararfi í handverki, með áherslu á Þingeyjarsýslur.
Námskeiðið hefst kl. 17:00 á föstudegi og lýkur kl. 19:00 á laugardag.
Um er að ræða tilraunanámskeið þar sem fléttað verður saman fræðsluerindum og verklegri kennslu. Kennsla í verkþætti námskeiðsins er í höndum bárðdælskra hagleikskvenna, þeirra Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur frá Mýri og Kristlaugar Pálsdóttur í Engidal.
Þessa helgi verður einnig boðið upp á tvo fyrirlestra. Annarsvegar mun Guðrún Helgadóttir Ph.D. prófessor í ferðamálafræði við Hólaskóla fjalla um lopapeysuna og hins vegar mun Jenný Karlsdóttir handmenntakennari á Akureyri fræða þátttakendur um jurtalitun.
Námskeiðið hefst kl. 17:00 á föstudegi og lýkur kl. 19:00 á laugardag. Gist verður í Kiðagili og er gisting og fæði innifalið í námskeiðsgjaldinu sem að þessu sinni er 10:000 krónur. Skráningar berist til Guðrúnar í síma 895-3293 eða á netfangið kidagil@thingeyjarsveit.is fyrir 10. nóvember n.k.